Á miðvikudagskvöldið lét Óli Jóh mig fá lag. Lag sem hefur verið á repeat í vinnutölvunni síðan og er komið í 81 hlustun í iTunes.
Þetta lag er æðislegt og vel það.
Ég gef ykkur þetta lag og við látum það skemmta okkur inn í helgina. Kaflinn á 1:53 er svona rúsínan í pylsusendanum sem gerir gott lag betra.
Okkervil River – The Presidents Dead
Hvað er Eiki Hauks að gera með þeim á myndinni?
eins og ég er nú sammála þér með margt tónlistarlega séð … þá er þessi hljómsveit bara alls ekkert að heilla mig…
It does nothing for me… nothing!
Það er alfarið þitt vandamál Clara 🙂
Óttarleg meðalmennska og þrátt fyrir kaflan á 1:53 þá finnst mér það varla nógu gott til að lagið teljist eitthvað spes. En annars alltaf gaman að lesa um hvað öðrum finnst vera gott kaffi.
Þið hafið ekkert hjarta!
Skelltu meira arcade fire eða guillermot á…. þá erum við að tala saman!