Þá er ég ekki að tala um íþróttafélagið ágæta heldur drenginn frábæra sem hefur of lítið látið sjá sig innan hópsins en hefur komið sterkur inn síðustu vikurnar og verður vonandi meira á svæðinu í vetur.
Núna skil ég afhverju Valur hefur svona lítið látið sjá sig enda hann upptekinn við að standa á milli stanganna hjá stórveldinu Leiknir. Valur er einmitt leikmaður 16.umferðar og óskum við honum að sjálfsögðu til hamingju með það.
Næsta mál væri kannski að fara að drífa sig á leik með drengnum.
skil ekki afhverju honum hlotnaðist þessi heiður ekki fyrir 14 umferðina