Jóh veldið er í útrás og af þeim völdum eru foreldrar mínir að byggja sumarbústað fyrir austan fjall. Það þýðir að það eru löngum stundum fyrir austan að gera og græja það sem þarf að gera við byggingu sumarhúss af þessu tagi.
Þau eru búin að vera í lánsbústöðum til að þurfa ekki að keyra á milli Reykjavíkur og óbyggðanna og í eitt af þeim skiptum buðu þau mér og Jóa Jökli í bústað. Ég skil ekki enn afhverju þau buðu mér og Jóa en það var þó lendingin og við skelltum okkur félagarnir.
Boðið var uppá humar og hvítvín og svo gjörsamlega stjanað við mann, ef maður tók sopa af bjórnum var búið að hella meira í glasið manns svo mikil var þjónustan. Í raun svipuð þjónusta eins og þegar ég fór að borða á Hótel Holt um daginn, bara aðeins persónulegri.
Þegar fór að kvölda dró móðir mín fram túttudrykkinn Breezer í tveimur bragðtegundum og við Jói drukkum það með henni.
Af því tilefni sjáum við mynd.
Ég elska Gunnu hressu! Og mig langar í bústað með henni
Hún bauð auðvitað okkur báðum því hún elskar mig jafn heitt og Gummajoh.
Takk fyrir mig Gunna mín. Ég mæti fljótlega aftur með flaggskipið þ.e hvítvínið og nokkra rauða í poka.
p.s ég er strax farinn að hlakka til að dæma jólabaksturinn.
Ég get ekki beðið eftir því… Ég man það eins og í gær þegar við dæmdum um síðustu jól.
Ég er ennþá að furða mig á því að það hafi ekki verið vanilla í Spesíunum, bara skil það ekki þar sem vanillukeimurinn var mikill. Og þvílík fyrra þegar þið sögðuð að Sýrópssnitturnar væru ekki allra, vitleysa bara.