tóndæmi dagsins

Ein af plötum ársins er komin út og er það meistarastykkið Challengers með kanadísku ofurgrúbbunni The New Pornographers.

Ofurgrúbbunafnið kemur að sjálfu sér þegar við erum með Carl Newman , þokkagyðjuna Neko Case, Dan Bejar sem er í Destroyer og svo Kathryn Calder úr Immaculate Machine. Fyrir svo utan allt hitt fólkið í sveitinni. Þetta er alvöru band. Allt hefur þetta fólk sem ég nefni gefið út frábærar plötur sem sóloefni eða með öðrum. Þetta er gífurlega hæfuleikaríkt fólk og einstaklega frjótt.

Fyrri plötur sveitarinnar Twin Cinema og Mass Romantic hafa fengið endalausa spilun hjá mér og það aftur og aftur og aftur. Maður fer ekki í gegnum neitt New Pornographers skeið heldur er sveitin ein af þessum sem maður hefur alltaf í handraðanum. Maður er einhvern veginn alltaf til í þennan sérstaka hljóm og frábæru popplög.

Tóndæmi dagsins verða því tvö og bæði af nýjust plötu New Pornographers. Platan er frábær og er ekkert endilega að feta nýjar brautir heldur eingöngu að festa sess sveitarinnar sem einnar af þeim bestu. Vona að þetta dugi þeim til að slá endanlega í gegn, það er ekki endalaust hægt að vera indie krútt.

Titillag plötunnar fær hér að njóta sín sungið af Neko Case og seinna lagið heitir Myriad Harbour og er sungið af Dan Bejar.

The New Pornographers – Challengers

The New Pornographers – The Myriad Harbour

Bætum svo við youtube frá því þegar sveitin spilaði lag af nýju plötunni í þætti David Lettermans

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s