mac

Um daginn ákvað ég af rælni að afrita allar myndir af makkanum mínum yfir á flakkarann minn. Engin sérstök ástæða, bara til að vera öruggur um að eiga afrit af myndunum ef allt færi nú í rugl.

Viku seinna hrynur harði diskurinn í makkanum mínum. Ég var í engu stuði til að fara að punga út peningum á verkstæði til að láta laga vélina og ákvað því að kaupa nýjan harðan disk og taka vélina í sundur.

Í mörgum PC vélum er hlutunum komið þannig fyrir að notandinn geti t.d. sett auka vinnsluminni og skipt um harðan disk og rafhlöðu á eigin spýtur. Á Apple vélinni minni er það aftur á móti öfugt. Ég get stækkað minnið og skipt um rafhlöðu. Meira er mér ekki treyst að gera.

Ég fór því á netið og fann þessar fínu leiðbeiningar sem útlistuðu nákvæmlega á mannamáli hvernig þetta skyldi verða gert og þeir voru meira að segja svo góðir að láta mig vita hvernig skrúfjárn ég myndi nú þurfa. Eftir smá leit í Húsasmiðjunni af torx númer 6 (T6) og Philips skrúfjárni númer núll var komið að þessu.

Skellti handklæði á stofuborðið og byrjaði að taka vélina í sundur. Þetta var ótrúlegt magn af skrúfum sem byrjuðu að koma úr ótrúlegustu stöðum á vélinni og ég teiknaði myndir af tölvunni og setti hverja skrúfu við hverja mynd svo ég myndi vera 100% á hvaða skrúfa ætti að fara hvar. Þetta kallast að taka Guðjóninn.

Eftir smá stund var vélin komin upp aftur og nýuppsett vélin farin að mala eins og vindurinn. Diskurinn er hraðari en sá gamli og 40GB stærri. Heildarkostnaður er rúmar 7þúsund krónur og klukkustundarvinna hjá mér sjálfum.

Nýja iPhoto er æði, þess má til gamans geta. Miklu hraðara og events röðunin er langtum betri en smart folder ruglið úr eldri útgáfum.

Nördafærslu dagsins er lokið.

7 athugasemdir á “mac

  1. Sammála með iPhoto. Bara hvernig það að skýra og tag-a myndir er 100 sinnum fljótlegra núna réttlætir 7 þúsund kallinn, sem ég pungaði út fyrir iLife. Ég fór í gegnum myndir úr einni ferð og skýrði og setti keyword á einhverju korteri, sem áður hefði sennilega tekið 30-40 mínútur. Þetta þýðir að vonandi hætta ómerktar myndir að safnast upp hjá manni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s