Svindl í Reykjavíkur maraþoni?

Færslan hér á undan er svona venjuleg bloggfærsla um Reykjavíkur maraþonið en nú snúum við blaðinu og sjá dekkri hlið á maraþoninu sem margir vita ekki af.

Hér er algjör rannsóknarblaðamennska í gangi sem hvergi hefur komið fram nema hér. Það eru kannski ekki allir sáttir við það sem hún leiðir í ljós en sannleikurinn verður að koma fram, hann frelsar og léttir. Það vita allir, allaveganna þeir sem hafa ekkert að fela. Tilgangur þessarar færslu er ekki að særa einn né neinn og ég vona að sá sem ég svipti hér huluna af muni ekki erfa þetta við mig með tveggja fóta tæklingu í næsta B-bolta.

Viðar Reynisson er ungur maður á uppleið. Hann er máttarstólpi í B-liðinu og skemmtilegur strákur sem ég kalla stoltur vin minn.

Viðar hefur líka annan mann að geyma. Mann sem ég hef ekki kynnst og vil ekki kynnast úr þessu, svona menn kýs maður ekki að umgangast. Gildin sem foreldrar mínir hafa stimplað í mig láta mig vita betur en það.

Viðar þreytti Reykjavíkur maraþonið, tók 10 kílómetra og var sáttur við sitt eftir hlaupið. Eftir á að hyggja ætti hann að vera með nagandi samviskubit því hann tók enga 10 kílómetra eins og hann básúnar út um allt digurbarkarlega. Viðar þreytti styttra hlaup því að hann svindlaði.

Núna rekur eflaust einhverja í rogastans og jafnvel reka upp harmakvein. Getur verið að ungur maður á uppleið hafi fallið af leið og látið glepjast á verri veg? Já það getur vel verið og við höfum sönnunargögn.

Viðar stytti sér leið, eitthvað sem er bannað og er brottrekstarsök.

Við sjáum tvær myndir sem útskýra málið til fullnustu.

Sönnunargagn A: Smellið til að sjá stærri mynd. Blái hringurinn umlykur Viðar Reynisson sem hleypur þarna meðfram sjónum sem er bannað.


 Sönnunargagn B: Smellið til að sjá stærri mynd. Blái hringurinn umlykur Viðar Reynisson sem hleypur þarna meðfram sjónum sem er bannað.

7 athugasemdir á “Svindl í Reykjavíkur maraþoni?

  1. Aðalatriðið er að hann svindlaði! Hlaupaleiðin er skilgreind fyrirfram og hún er ekki þar sem Viðar er að hlaupa.

    Þetta má ekki og skv. maraþonsreglum er þetta brottrekstrarsök.

  2. Þetta er auðvitað aldrei trikk því þetta er bannað. Þetta er svindl.

    Leiðin sem á að hlaupa er fyrirfram skilgreind, þeirri leið má ekki víkja frá á nokkurn hátt. Það er ekkert rými til að beygja reglurnar í maraþonum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s