Þessi færsla er sérstaklega fyrir Kjarra, sem einmitt spilar tennis í Wii berfættur.
Í B-boltanum á mánudaginn voru menn að tala um að Villi væri með sterkt hommagen fyrst að hann væri að fara á tónleika með Prince. Síðuhaldari vill hér með taka upp hanskann fyrir Villa þar sem Prince er afskaplega svalur gaur og einhver vanmetnasta gítarhetja í heimi.
Þetta er ekki sterkt hommagen heldur sterkt tónlistargen sem er ríkjandi hjá Villa.
Prince er töffari.
Sjá: http://youtube.com/watch?v=DJ1GfNofq0o
QED
Stubburinn rúllar þessu upp.
Nákvæmega. Þetta er klippan sem ég nota einmitt til að sanna fyrir fólki að maðurinn er snillingur.
Hvað er þetta með vini þína og rauðröndóttar peysur/boli
Smekkmenn með puttann á púlsinum. Svona svipað og synir þínir.
eru Bjarnabófarnir þá upptaldir?