vandamál

Stundum er afskaplega erfitt að vera ég. Vandamálin sem maður glímir við frá degi til dags geta verið ótrúlega erfið sum og í raun engin lausn í sjónmáli fyrir mörg þeirra.

Aðalvandamálin núna eru t.d tvö sem ég get engan veginn komist til botns í.

1)
Að outsourca straujun á skyrtum til ytri aðila sem myndi taka við skyrtum óhreinum og skila þeim aftur hreinum og straujuðum.

Hér eru ótvíræðir kostir en einnig gallar. Ég þarf að skutlast eitthvert með þessar skyrtur og sækja þær aftur, það kostar tíma (sem eru peningar) og eyðir bensíni (sem eru peningar). Kostirnir eru að ég spara tíma sem annars færi í að strauja plús að ég get nýtt tímann betur enda finnst mér ekki skemmtilegt að strauja. Ég var komin með manneskju í þetta en hún flutti erlendis.

2)
Seinna vandamálið er verra enda snertir það tilfinningar fólks sem stendur mér nærri og ég þarf að komast að niðurstöðu hér án þess að særa viðkomandi. Það er fátt verra en að særa þá sem manni þykir vænt um.

Ég fékk nýlega þá hugmynd að henda Hlyni (Hér er Hlynur – um Hlyn – frá Hlyni – til Hlyns) út og breyta herberginu hans í þurrkherbergi. Það er afskaplega þægilegt að geta hengt upp þvottinn sinn og látið hann þorna í góðu tómi frekar en að nota þurrkgrind sem krumpar þvottinn.

Eins og lesendur sjá eru þetta erfið vandamál sem þó er hægt að leysa með því að horfa á heildarmyndina og vinna hlutina vel og vandlega, ekkert óðagot hér. Lúxusvandamál kallast þetta.

26 athugasemdir á “vandamál

 1. Vandamál eitt… á öllum betri vinnustöðum er fatahengi þar sem maður hengir upp skyrtur og annað til hreinsunar, svo kemur þetta bara aftur hreint og slétt… skil ekki vandamálið.

  Með vandamál tvö þá er bara að nota stígvélalausnina.

  Það er Síminn.

 2. Að hætta að ganga skyrtum væri jafn hrikalegt fyrir mig eins og fyrir þig að vera meinaður aðgangur að Ölstofunni.

  Svo er ég bara svo helvíti flottur í skyrtu, Kúristklúbbsbolurinn eldist alveg hrikalega illa.

 3. hahaha ég sá þessa pumped up dummy á einhverri skyrtustofu hér í dk,
  virtist nú vera svaka mojj að koma skyrtunni á + hellings pláss sem gínan tekur.
  en það er þó allaveganna þessi þjónusta hér.

 4. Þetta er nú ljóta klípan, klikkaði alveg á því að ráða staðgengil. Spurning samt hvort að það sé einhver hraðflutningaþjónusta sem tekur að sér að flytja þvott fram og til baka milli landa fyrir lítinn pening, allt í lagi að athuga það kannski. Hlýtur að vera hægt að fá góðan díl á þessu, þetta er svo mikið magn. Mjög góðar aðstöður til þess að strauja hér úti, bæði gott straujárn og afskaplega hentugt og þægilegt strauborð á staðnum.

  Annars er bara málið að líta á björtu hliðarnar á þessu, ný hljómplata rennur til dæmis mjög ljúflega í gegn meðan þú ert í rólegheitum að strauja skyrturnar, ekkert annað sem truflar. Eða bara að vera trendsetter og koma krumpuðum skyrtum í tísku.

 5. ég styð þetta með krumpuðu skyrturnar. Svo eru líka til skyrtur úr efni sem krumpast lítið sem ekki neitt og þú kemst upp með að strauja ekki.
  Þetta er asnalegt orð – skyrta – hreint fáranlegt.

  Getur þú ekki borgað Hlyn fyrir að gera þetta…

 6. Ég styð tillöguna hennar Önnu, setja góða tónlist á og bara strauja sjálfur! Þetta er eins og með húsverkin, það er vont en það venst og þetta er e-ð sem þarf að gera.

  Annars bara bæta hreinsunina inn í leiðina renna við á leið í vinnu og svo aftur á leið heim.. mjög auðvelt.

 7. ég hef oft sagt þér mamma að þú færð ekki tengdadóttur fyrr en þú hefur unnið í þínum málum. Ég er að þessu fyrir þig!

 8. Mammajoh, ef þú ætlað að fá tengdadóttur sem straujar fyrir prinsinn þá er alveg ljóst að við erum að tala um erlendan ríkisborgara – mögulega svarta.

 9. Lausnin er fundin, er hérna fyrir framan mig allan tímann.

  Liggur í augum uppi að Jóhanna, Anna, Clara og Mammajoh deila þessu með sér.

  Ég skal gera drög að vaktaplani og blogga það hérna svo fólk viti hvaða vakt það eigi.

  kviss bamm búmm

 10. ég er ekki daufdumbur Eirný.

  Ég á grilljón* herðartré og hengi skyrtuna beint uppá þau.

  *grilljón kemur næst á eftir trilljón sem er næst á eftir skrilljarði.

 11. Til að útskýra betur kommentið hans Gests var þarna um óforskammað skot á hans eigin konu að ræða; konu sem þrælar honum miskunnarlaust út í að strauja sínar eigin skyrtur!

  Heimur versnandi fer 😉

 12. hehe – Já ég veit þú ert ekki daufdumbur Gummi.. En ég gleymdi að skrifa líka ef þú ert með svona Rigga stöng og bleytir skyrturnar með ísköldu vatni eftir þvott þá þarftu ekki að strauja…

 13. Mér sýnist hér stefna í hatramma baráttu nýrra og gamalla tíma um ævi og störf íslenskra kvenna.

  Kannski ég haldi málþing um þetta í menningarmiðstöðinni Gerðubergi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s