Það er ótrúlegasta fólk þarna úti sem fylgist með lífinu á L82, fólk sem þekkir mig /okkur eða engan okkar. Fólk almennt er forvitið um hvað aðrir eru að gera og því þrífst það á lýsingum eins og hér fara oft fram.
Margir af þessum lesendum halda eflaust allskonar vitleysur um Hlyn (Hér er Hlynur – Um Hlyn – Frá Hlyni – Til Hlyns) sem ég hef ekki gefið mér tíma til að leiðrétta. Enda leiðrétti ég bull bara ef mér sýnist svo.
Færslan sem núna kemur er 100% sönn og engum staðreyndum breytt til að sagan fái að njóta sín.
Í gær gerðist nefnilega sá merkilegi atburður að Hlynur eldaði fyrir foreldra sína og uppalendur. Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé Hlyn elda nokkurn skapaðann hlut sem ekki hefur verið foreldaður og aðeins krafist hitunar. Hlynur er nefnilega ansi mikið í slíkum réttum.
Hlynur, þessi elskaði galdraði fram tandoori kjúkling með hrísgrjónum, kartöflum og naan brauði (var ekki hægt að fá fleiri kolvetnisríka rétti?) einn síns liðs og leyfði mér ekkert að hjálpa.
Mér reyndar leið allan tímann eins og matreiðslukennara enda var Hlynur með samskiptabrú á milli eldhúss og stofu á meðan hann var að elda þar sem ég lá uppi í sófa að horfa á FH – Val og hann stóð sveittur yfir pottunum og starði á klukkuna í sífellu því hann tók svo mikið mark á öllum leiðbeiningum, ekki mátti skeikja um mínutu til eða frá. Ef það stóð 20 mínutur að þá skyldi þetta eldað í 20 mínutur.
Allir af þeim réttum sem Hlynur gerði voru þess eðlis að hann hafði aldrei gert slíka rétti áður og því spurði hann mig um hvern einasta lið eldamennskunnar, svo nákvæmt og niðurskorðað var þetta að hann þurfti líka aðstoð við að sjóða hrísgrjón. Ég var því að elda í gegnum fjareldamennsku, kannski eitthvað sem ég ætti að fara að stofna fyrirtæki í kringum.
Við sjáum hér mynd af herlegheitunum. Hlynur er lengst til hægri og Valsmaðurinn er Villi sem var boðið í mat.
Já takk fyrir mig HlynI
Flott hjá Hlyni (Frá Hlyni)!
Maður byrjaði sjálfur að fikra sig áfram með mömmu í beinu símasambandi.
Ert þú ekki líka mamman á heimilinu Gummi?
hehe Gummi er klárlega mamman á heimilinu! Enn vá þvílík veisla!!
Salat = Gúrka og tómatar í sömu skál…