Í mínum huga er ekkert lélegt að drekka bjór á 12 sekúndum. Það er bara helvíti gott.
Eftirfarandi er copy / paste af heimasíðu B-Liðsins. Færslan sem ég skrifaði þar er nógu góð til að birtast hér.
Gilmore Girls, Víkingarnir, Myndarlegur mennirnir og Skytturnar þrjár og margt annað er sagt um drengina á L82 sem stóðu sig eins og hetjur í drykkjukeppni Bliðsins.
Við drengirnir eigum það allir þrír sameiginlegt að koma af menningarheimilum þar sem Sólón Íslandus er lesin á undan Tinna bókunum og Hroki og hleypidómar er bók sem við fáum með móðurmjólkinni. Við þérum okkur heldri fólk og tölum niður til pöpulsins. Allt þetta venjulega sem einkennir góða Breiðhyltinga.
Það þýðir því lítið að blammera okkur fyrir að hafa verið lengi að teyga mjöðinn sem borin var á borð í drykkukeppninni á herrakvöldinu. Við erum vanir að drekka fín og dýr vín, leyfa pallettunni að njóta sín og sjúga í okkur lykt, bragð og áferð. Tuborginn þetta kvöld var t.d. með sterku humlabragði, flauelis-áferð og afskaplega mildur en þó með eftirbragði sem manni líkar sjálfkrafa við. Tuborg enda fyrir löngu búin að stimpla sig inn sem einn helsti lager bjór í heimi.
Ef það á að hengja bakara fyrir smið í þessu máli að þá hljóta væntanlega öll spjót að beinast að Hlyni (hér er: Hlynur – um:Hlyn – frá:Hlyni – til:Hlyns) enda var hann í tapliðinu og þeir sem voru með honum í liði vilja flestir benda á hann. Mitt lið og Jóa var komið með eins og hálfs glasa forskot sem tapaðist niður þegar ég var að drekka. Það viðurkenni ég fúslega en það skiptir engu máli því að ég vann, ég fokkings vann ásamt mínum góðu liðsfélögum og BÖB stóð eftir með sárt ennið og fullt glas því hann náði ekki að teiga sitt glas.
Við sjáum video sem sýnir allra 12 sekúndna dýrðina sem drykkjan mín var
Ætli kommentið mitt sé þá ekki nógu gott til að copy/ peista líka.
Það er kjánalegt að fela sig bak við það að njóta víns og koma af menningarheimili í drykkjukeppni.
Þú ert ekki líklegur að þekkja humla frá hveiti. Hvorki í bragði eða sjón.
Málið er einfalt svo ég sletti. You drink like a girl.
Komandi frá manninum sem vælir eins og stelpa að þá fellur hún um sjálfa sig GóGó.
Ein spurning… ertu að einbeita þér að gemsanum þínum á meðan þú ert að taka þátt í keppninni?
Jesús minn..meiri pungsvita hef ég ekki orðið vitni að!! Svo ekki sé meira sagt Guðmundur!
Gummi, þú hikar ekki við að stinga vin þinn, Hlyni, í bakið til að verja sjálfan þig. Taktu frekar upp hanskann fyrir unglinginn.
Clara : Ég var svo heitur þetta kvöld, síminn minn hætti ekki.
Jói : Ég er ekki að verja sjálfan mig. Ég er að benda á að ég og reyndar þú líka vorum í sigurliðinu og því ekkert um okkar tíma að klaga í bjórþambi. Þeir sem voru með Hlyni í liði vilja kenna honum um þetta og ég skrifa því söguna þannig.
Það lá samt við ósigri með tap á 1,5 glasa forystu við þetta stunt þitt.. svona nb. bara 😉
Tek þetta til athugunar, en ég vann samt 🙂
góð tónlist
það eru aldeilis píkuskrækir í b-liðinu.. 🙂
Ég heyri menn öskra og svo heyri ég í Guffa.
Það er uppruni skrækjanna sem þú heyrir Lovísa mín.