Menningarkvöld

Þriðjudagskvöld eru menningarkvöld á L82.

Fyrsta menningarkvöldið fór fram í gærkvöldi og var því skellt ostum á borðið, tappinn tekin úr einni rauðvín og ýtt á play.

Valið stóð á milli ljóðalesturs eða að horfa á evrópska samtíma klassík. Hlyni að lesa uppúr verkum Bólu Hjálmars eða góð menningarmynd? Tja, þá vel ég alltaf myndina enda er ég Steins maður og nenni ekki að hlusta á verk búfjár þjófsins.

Kerfið á þessum menningarkvöldum er einfalt. Við skiptumst á að halda kvöldin og fyrsta kvöldið var í höndum Jóa.

Jói í samstarfi við mig valdi klassíkina Cinema Paradiso. Við Jói sátum límdir við skjáinn í gegnum alla myndina og höfðum gaman af. Hlynur horfði á fyrstu mínuturnar og kom svo tveim tímum seinna, settist í sófann og spurði “hver var að deyja”. Athygli unglinga er ekki meiri en þetta.

 

2 athugasemdir á “Menningarkvöld

  1. ALDREI og þá meina ég ALDREI myndi ég treysta Jóa fyrir menningarkvöldi. Guðmundur, ertu búinn að gleyma atvikinu þarna um árið? Þegar hann bauð heim og lét okkur horfa á Super Sucker!
    Við hefðum alveg eins getað eytt kvöldinu í að raka á hvor öðrum bakið en að horfa á þann viðbjóð.
    Fyrir þá sem ekki þekkja myndina, sem ég geri ráð fyrir að séu flest allir sem lesa síðuna þá er hægt að kynna sér hana hér: http://imdb.com/title/tt0293624/

  2. Jesús, hvað þarf ég eiginlega að gera til að skola þennan Super Sucker stimpil af mér? Dóri, þú kannski býður mér aftur á Alien v.s Pretador eða Transformers?

    Hér valdi ég alveg æðislega mynd og sem setur aukna pressu á aðra fjölskyldumeðlimi að vanda valið næstu þriðjudagskvöld.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s