Marlon

Jói Jökull hefði átt að kvabba meira í mér um að setja eitthvað í risastóra blómavasann sem ég fjárfesti í. Ég vildi kalla þetta stofustáss og mublu en hann vildi kalla þetta glerhrylling sem aldrei hefði átt að koma inn á heimilið.

Á laugardaginn fékk Jói nóg og ætlaðist til að nú yrði eitthvað sett í vasann. Það var búið að ræða að setja lituð strá, ljósaseríu og allt þetta týpiska sem lesendur Hús og Hýbíla eru fyrir lifandi löngu búin að gera. Íbúar L82 eru ekkert af þeim skólanum að elta hinar kindurnar heldur er hugsað út fyrir kassann hér.

Lausnin var því einföld, við breytum vasanum í gullfiskabúr.

Ég kynni því til leiks Marlon Brando. Fyrir aftan okkar Marlon má sjá mynd af öðrum Marlon í hlutverki Guðföðursins.

Fyrir svartsýna fólkið sem segir að búrið sé of lítið eða of þröngt að þá var málið lagt fyrir fólk sem hefur vit á gullfiskum og þeirra högum og málið samþykkt einróma af þeirra hálfu. Áhugasömum má líka benda á að Marlon hefur meira rými í þessu herbergi sínu en Hlynur í sínu herbergi.

Dæmi hver fyrir sig.

13 athugasemdir á “Marlon

  1. Björk þú ert ekki velkomin á L82 eftir síðasta eftirpartý sem þú komst með hingað á þriðjudagskvöldi.

    Ég get lofað þér því að Marlon hefur nægt pláss, það er meira rúmmál í þessu búri heldur en í venjulegri skál sem notaðar eru sem fiskabúr. Hann syndir upp og niður, alveg niðrí botn og upp aftur og til hliðar.

  2. Heyrðu, til gamans má geta er að það er búið að afsanna kenningar um gullfiskaminni. Marlon byrjar að þekkja ykkur strákana í sundur með tímanum. Hann er líklegri til að hressast meira við þegar sá sem gefur honum að borða er nálægt búrinu eða í nágrenninu. Slík hegðun er þó líklegri ef að það er yfirleitt sami aðilinn sem gefur honum að borða. Amk ef það er einn sem gefur honum oftast að borða. Ég las áhugaverða grein um þetta um daginn, minnir að það hafi verið á wikipedia.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s