Hlyni kom sá og sigraði á þessum þriðja menningarkvöldi. Veðbankarnir voru allir á því að Hlyni myndi koma með Uncle Buck eða Cliffhanger en Hlyni kom öllum á óvart með því að mæta með mynd eftir Emil Kusturica frá 1998. Myndin er Svartur köttur, hvítur köttur.
Til að toppa svo allt saman hafði Hlyni fjárfest í kruðeríi sem við hinir gerðum góð skil, enda erum við ekki vanir að slá hendinni á móti góðu kruðeríi. Þetta er klárlega vikan hans Hlyni en hann var valin B-liðs maður vikunnar.
Venjulega í þessum menningarkvöldsbloggum hef ég sagt frá því að Hlyni hefur ekki tekið þátt, bara séð lokin á hverri mynd en það var ekki þetta kvöld. Þ:etta var kvöldið hans Hlyni
Ég er væntanlega svarti sauðurinn þetta menningarkvöld enda sofnaði ég í sófanum þegar ca. 20 mínutur voru liðnar af myndinni. Rumskaði svo í lokin þegar að baltnesk sólarsamba stóð sem hæst og Hlyni og Jói stóðu klappandi og skoppandi eins og sígaunar að fagna nýju hjólhýsi.
Jói á næsta menningarkvöld, það verður eitthvað.
Uss sofnaðirðu? Þetta er frábær mynd og algjört skylduáhorf.