sært stolt

Ég er afskaplega stoltur drengur og ber höfuðið hátt, enda Jóh og úr Breiðholti. Lífið leikur við mig og mína næstum alla daga og ekkert bítur á mann.

Það breyttist í gær á svipstundu, stoltið er sært og ég geng meðfram veggjum.

Í B-liðs bolta var skipt í tvö lið, Breiðholt á móti rest og rusli eins og sagt er. Prinsar Breiðholtsins saman í liði á móti einhverjum samtíningi úr úthverfum Reykjavíkur. Fyrir þá sem ekki koma af menningarheimilum að þá eru öll önnur hverfi en Breiðholt úthverfi, úthverfi frá Breiðholti.

Einhverjum kann að finnast það hroki, en satt best að segja varðar mig ekkert um það og mér gæti eiginlega ekki verið meira sama.

Samtíningurinn byrjaði með krafti og komst í 6-0. Eitthvað sem við áttum ekki von á enda við betri á pappírunum að mínu mati. Algjör vanmat af okkar hálfu og við getum í raun engum nema sjálfum okkur kennt um hvernig þetta byrjaði. Skipulag Breiðhyltinga var ekki gott og tók langan tíma að stilla strengina til að ná almennilegur leikskipulagi, góðu spili og almennri festu á leikmenn liðsins. Eftir smá japp, jamm og fuður náðum við að klóra í bakkann og minnka muninn þannig að við eigðum loks von. Við vorum með fleiri færi en hittum rammann illa. Skutum allt of oft í hliðarnetið og ef við hittumm rammann tók markmaður úthverfaliðsins allt það sem á hann kom. Ari og Ísi áttu stórkostlegann dag milli stanganna og þeir eiga mikið hrós skilið fyrir frammistöðu sína í gærkvöldi.

Það skiptir miklu máli að nýta færin sín, við fengum fleiri færi en úthverfaliðið en nýttum okkar illa. Næstum allt hjá hinu liðinu fór inn og þannig verða leikirnir oft.

Það verður rematch á þessum leik og menn munu mæta dýrvitlausir í hann þannig að Guðfinnur gæti þurft að hvíla allan leikinn ella lent í samstuði og vælt söltum tárum.

6 athugasemdir á “sært stolt

  1. Fyrir utan ljótt orðabragð (Breiðolsku) þá var þetta nokkuð rétt hjá þér. Við gefum ykkur þetta rematch ekkert mál. En tvennt skaltu muna.
    1 )Þú værir ekki að spila fótbolta á mánudögum (Wii telur ekki sem fótbolti) ef ekki væri fyrir B-liðið, stofnað af úthverfastrákum og landsbygðinni sem leyfa þér að vera með.

    og B) Ég er 415 Bolungarvík sem skal aldrei teljast sem úthverfi frá Breiðholti.

  2. Ég þakka fyrir að hafa fengið að vera með, þó að ég hafi fengið boltann í punginn strax í byrjun og í kjölfarið var stígið á hendina á mér, svo kastað útí vegg, þar næst olnbogaskot í síðuna, brunasár á hnjánum og að lokum var hlegið að mér, þá fannst mér gaman og ég er alveg til í þetta aftur sem fyrst.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s