Foreldrar mínir eru kyndugir karakterar, það er deginum ljósara og í raun löngu vitað.
Þau eru búin að vera í tíu daga ferð um Danmörku og Þýskaland og á mánudagskvöldið lentu þau í Leifsstöð og örverpið fór að sækja þau svo þau kæmust nú örugglega til byggða.
Eftir að hafa borið allt hafurtaskið og fríhafnargóssið á Jóh setrið var komið að kveðjustund og mamma joh rétti mér flösku af kölnarvatni og fílakaramellur.
Svo sagði hún setninguna sem öllu skiptir ;
" Ég keypti fleira handa þér en það er í gámnum á leið til landsins "
Þetta fólk er auðvitað ekki hægt.