Enn eitt menningarkvöldið hefur runnið sitt skeið á enda og í þetta skiptið var það Hlyni sem sá um val á mynd og kruðeríi. Hlyni valdi mynd sem skv. mörgum er ein fyndnasta mynd allra tíma þó að hann hafi aldrei séð hana. Myndin er Abrahams/Zucker/Zucker framleiðsla sem hefur að geyma Leslie Nielsen, uppáhalds leikara Togga. Myndin heitir Airplane.
Airplane kom út 1980 og eldist ekki sérstaklega vel. Vissulega er einn og einn brandari sem fær mann til að brosa en brandaranir almennt eru stöngin út og myndin er B-mynd. Hlyni keypti aftur á móti dásamlegt kruðerí, ég fæ alveg í smágirnið það var svo gott.
myndin heitir Airplane! – aðeins amatörar gleyma !
Takk…
Aðeins amatörar gleyma … á eftir Takk…
Eldist Kareem Abdul illa?
Hver elskar ekki Leslie Nielsen?
Alltaf þegar þið bloggið menningarkvöld og kruðerí þá hugsa ég alltaf bara Banjó músík.
Þegar við bloggum? Ég blogga einn á þessa síðu, þetta er ekkert kommúnublogg.
ég held nú að hinir meðlimirnir í þessum furðulega ástarþríhyrningi hljót að hafa hönd í bagga hvað þessi blogg varðar, bara trúi ekki öðru. Allir þrír að keppast við að fela lostann og leðrið sem viðgengst á L82 með sögum af menningarkvöldum og kruðeríi
ég er búinn að redda húsnæði sem sýnir innum gluggana hjá þeim drengjum.
það verður menningarkvöld hjá okkur hinum næst… hinum megin við götuna!
kruðerí og björ!
áhugasamir hafi samband við mig