Grettir

Fimmtudagskvöldin á L82 fara venjulega í það að við erum á stefnumótum á kaffihúsum og veitingahúsum bæjarins enda svakalega álitlegir drengir sem búa á L82-mur.

Í gær var brugðið útaf vananum og við Jói fórum eitthvað saman. Hlyni var því miður á stefnumóti með stelpu sem ég nefni ekki á nafn að svo stöddu.

Við Jói snæddum rómantískan kvöldverð á Kringlukránni, staðinn sem Jói kallar best geymda leyndarmál Kringlunnar og eina staðinn sem hann fer með stelpur á þegar hann ætlar að "tríta þær" svo ég noti nú hans orð.

Eftir kvöldverðinn var skundað í Borgarleikhúsið að sjá Gretti. Grettir var saminn fyrir mína fæðingu af Agli Ólafssyni, Ólafi Hauki Símonarsyni og Þórarini Eldjárn. Allt þungarvigtarmenn í sínum stöðum. Lögin bera öll Þursaflokkskeim sem er afskaplega flottur. Búið er að setja nýjan nútímalegann blæ á lögin en ég er æstur að heyra upprunalegu lögin sem að ég held séu enn flottari.

Leikritið sjálft er ágætt, mér fundust þó samtölin ekkert spes en lögin eru góð, það góð að þau núlla út samtölin. Halldór Gylfason er alltaf góður, maður eiginlega bara brosir þegar maður sér hann og Bergur Þór sem Tarzan er líka mjög góður, eiginlega bara bestur.

Sýningin eftir viku verður samt betri, þá er búið að setja nýtt blóð í leikaravalið sem gerir þetta allt saman miklu betra. Treystið mér.

5 athugasemdir á “Grettir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s