Heimatilbúin kæfa er með því betra sem til er. Það þarf afskaplega lítið að ræða það mál. Lifrarkæfa, brauðkæfa, kindakæfa, paté og allt þetta húmbúkk getur falið sig bakvið tré á meðan heimatilbúna kæfan sem amma Dúna og Þóra gera er á borðum. Paté-ið getur farið alla leið til Frakklands aftur og talað við vina sína baguette og foie gras.
Ég fór í hádeginu til ömmu og Þóru þar sem heimtilbúin kæfa var borin á borð, þær voru búnar að búa til 10kg af kæfu sem ætti að duga eitthvað hefði maður haldið.
Unaðslegt alveg.