smákökubakstur

Það er komin sá tími ársins þar sem að Breiðholtið skelfur og andi jólanna bíður spenntur eftir niðurstöðu um hvort að það verði jól eða ekki.

Lesendur síðunnar muna eflaust flestir eftir árlegum samningaviðræðum karlkynleggsins í Jóh klaninu við mömmujóh sem heldur fjölskyldunni í tilfinningalegri gíslingu á meðan að samið er um hvaða sortir fari á jólakökulistann 2007. Í fyrra gengu samningaviðræðurnar snurðulaust fyrir sig. Klassískar sortir eins og spesíur, sörur og lakkrísbitakökur héldu velli og nýjar sortir fengu að prófa að vera með.

Í ár hefði maður haldið að byggt yrði á fyrri lista og sortir teknar út sem ekki hefðu sannað sig eins og t.d. Sírópssnitturnar á meðan að kökur sem komu nýjar inn í fyrra og slógu í gegn sem um munar fái að halda sér og séu jafnvel bakaðar í stærra upplagi. Þá má helst nefna kökur eins og Súkkulaðiþrennuna og súkkulaðikökur með Royal búðing.

Að byggja á fyrri lista með endurbótum finnst flestur eflaust vera það rétta í stöðunni en mamma Jóh sér aðra hluti í stöðunni. Hennar pæling þessi jólin er að baka bara tvær til þrjár sortir og láta þar við sitja.

Röksemdarfærslan hennar er að hún og pabbi séu bara tvö á Jóh setrinu og því engin tilgangur í því að baka. Hvernig eiga þá synir hennar að geta komið með tóm box og tekið heim til sín full af kræsingum? Hvernig á jólaboðið á aðfangadag að geta gengið upp með slíkum gjörning?

Mörgum spurningum ósvarað hér og einna víst að ef mamma Jóh sér ekki að sér að þá verði leitað til mannréttindardómstólsins í Strassburg enda skýrt lögbrot á mannréttindum hér á ferðinni. Það þarf að baka fyrir jólin, annars koma þau ekki.

Jóh setrið er á leiðinni í jólaköttinn.

12 athugasemdir á “smákökubakstur

  1. SÆll! Ég er orðlaus! Guðrún, þessu verður ekki tekið þegjandi! Ég hefði haldið að markið hefði verið sett á einni sort meira en síðasta ár!! Ertu alveg örugglega búinn að hugsa þetta mál til enda? Viltu ekki taka þér lengri umhugsunartíma?

  2. Alveg rólegir drengir mínir þetta fær örugglega allt farsælan enda, hvort sem sortirnar verða 2 eða 10 það er ekki það sem skiptir máli heldur andi jólanna sem ekki mælist í smákökum.

  3. Þarna stendur hnífurinn í kúnni Guðrún mín! Hann mælist einmitt í þeim… Og þá er skalinn þannig, því fleiri smákökur því meiri jólaandi. Færri smákökur, því minni jólaandi… 10 sortir myndu þá þýða 10 í jólaanda, en 2 sortir 2 í jólaanda. Jólaandinn verður því ekki mikill þetta árið ef að áætlanir þínar um 2 sortir verða staðreynd… Guðrún! Ertu viss um að þú viljir ekki hugsa þetta aðeins betur?

  4. Ég ætla að hugsa þetta vel og vandlega með vini mína í smakkfélaginu í huga hvað er best fyrir þá svo þeir fái notið jólanna.

  5. Ég hlakka svooooo til þegar við hittumst að smakka að ég get ekki lýst því! Mér finnst eins og það hafi verið í gær sem ég smakkaði sýrópssnitturnar en núna er að verða komið ár! Hnetukeimurinn er rétt að byrja að fara úr munninum á mér núna… Ég held að það verði erfitt að mæla jólaandann í ár, hann verður gríðarlegur!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s