menningarkvöld

Enn eitt þriðjudagskvöldið búið sem þýðir að enn eitt stórkostlegt menningarkvöld á L82 hefur runnið sitt skeið á enda. Jói Jökull braut blað í sögu menningarkvölda með því að galdra fram forláta VHS spólu sem þurfti að blása rykið af og trekkja því spólan varð orðin slöpp.

Mynd kvöldsins var heimildarmynd um tónlistarmann. Tónlistarmann sem hin síðari ár er þekktur fyrir eitthvað annað en tónlistina sína og á þeim tíma hefur gleymst hvað hann er mikill og náttúrulegur listamaður.

Þegar að Jói var búin að nefna þetta án þess að nefna nafn listamannsins var Hlyni handviss um að myndi væri um götulistamanninn JóJó.

Myndin var um Michael Jackson og einblíndi myndin á fyrri hluta ferils Michaels. Árin með Jackson Five og fyrstu ár sólóferilsins. Horft var algjörlega framhjá staðreyndum um aðgerðir til að breyta útliti hans, ofbeldi sem faðir hans beitti og slíkum hlutum heldur eingöngu horft á hversu mikillo og náttúrulegur listamaður Michael Jackson er.

Myndin var góð en kannski full stutt. Hefði verið til í að sjá meira af árunum með Jackson Five enda Tito Jackson minn maður.
Hlynur átti setningu kvöldins eftir að hafa séð Michael Jackson dansa og syngja 9 ára gamlan í beinni útsendingu með bræðrum sínum. "Eftir að hafa séð svona trúi ég á endurholdgun".´

Jói fær fullt hús stiga fyrir kvöldið, myndin var góð og veitingnarnar á við það besta sem gerist erlendis.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s