Tvöföld helgi að baki og mánudagurinn eftir því. Það geta ekki allir verið eins og Guðfinnur og tekið helgi þar sem það markverðasta sem gerðist sé að koma í heimsókn á L82 yfir helgina eða að hafa náð Silfri Egils í beinni.
Selma mágkona mín fagnaði 30 ára afmæli sínu á laugardaginn í alveg hreint frábærri veislu. Eftir að hafa klárað minn skammt um stöðu leikskóla í Reykjavík og Garðabæ, brjóstagjafir og hversu gott sé að búa í Garðabæ í fyrri hluta afmælisins færðist þó mikið fjör í leikinn. Þetta var heljarinnar veisla með góðum veitingum og góðu fólki.
Ég hefði alveg verið til í að vera í fríi í dag, það er hrikalegur mánudagur í mér sem sést best á því að hliðina á mér sitja þrír tómir kaffibollar og mér líður nákvæmlega eins og þegar ég vaknaði.
Ég er búin að ræða það við Jóhann að þegar við erum búnir að vinna í dag að þá verður tekið powernap í stofunni. Það var samþykkt einróma.
Það ER gott að búa í Garðabæ!!!!