Tökum annað tóndæmi af Bob Dylan ábreiðuplötunni sem fylgir myndinni. Mikið af góðum lögum þarna.
Seinna tóndæmið er með Tony og Typpalingunum og lagið er fyrir löngu orðið eitt af þekktustu lögum Zimmermans. Lagið var gert fyrir kvikmyndina Pat Garrett & Billy the Kid frá 1973. Lagið er í fjórum hljómum, G, D, Am7 og C, svona fyrir þá sem vilja Bylting Bítlanna stílinn. (Ég veit samt ekkert um svona hljóma, ég hendi þessu bara svona fram)
Antony & The Johnsons – Knocking on heavens door
Og svo aukaskemmtun, bara því að ég fíla Tony.
…ég hef aldrei skilið afhverju Sigríður Klingenberg spákona syngur svona djúpt.
en gott listamannanafn hjá henni
en án alls gríns þá er þetta yndisleg útgáfa af yndislegu lagi.
hef núna sgt skilið við barnfólsku mína um að G´n R séu cool