15.nóvember verður sýndur síðasti Office þátturinn sem NBC eiga á lager. Það eru ekki til fleiri þættir og engar upptökur eru í gangi á nýjum þáttum útaf verkfalli handritahöfunda.
Núna eru þá bæði Office og 24 á leið út og ekkert sem ég get gert við því.
Ég er brjálaður, eini þátturinn sem kemur ágætlega útur þessu en Bold & The Beautiful en þeir eiga þætti á lager til janúar 2008. Hvaða rugl er það? Eini þátturinn sem ekki dettur út og ég horfi á er South Park, starfsfólkið þar er ekki hluti af stéttarfélögum.
Annars er hér heildarlisti yfir þætti sem að verkfallið snertir.
Þá er bara að setjast niður og lesa bók. Eða tala saman. Hversu oft talar fólk saman nú til dags.
Mér finnst nú full mikið að kalla fæðingardaginn minn svartan dag þrátt fyrir að sjónvarpsþáttur, þótt góður sé, fari í pásu. Þetta er dagur til að gleðjast fyrir allt mannkyn
Dagurinn í dag er svartur því ég var að komast að þessu. Dagurinn þinn er aftur á móti heilagur Villi minn.
15.nóv er líka afmælisdagur mömmu minnar. Þess vegna finnst mér þú svona fínn Villi.
Boldið er einu orði sagt afþreyingarsnilld og með hverjum þætti upplifa ég mig ríkari!
Og þess vegna þakka ég guði fyrir að verkfall handritshöfunda hefur ekki áhrif á sýningu þessarar verðlaunaþátta.