eggið og hænan

Það er komið að ákveðnum kaflaskiptum í Jóh klaninu. Kaflaskipti sem margir héldu að myndu aldrei renna upp heldur líða letilega eins og lítil spræna uppi í fjöllum.

En dagurinn í gær var dagurinn þar sem þetta gerðist.

Móðir mín, sem hefur alið upp fjóra drengi ef við teljum pabba með eins og herforingi og skilað afskaplega góðum drengjum út í þjóðfélagið sem allir hafa þá mannkosti sem konungar til forna hafa að bera hringdi í örverpið til að spyrja ráða.

Þá var hún ekki að spyrja um tölvuráð eða um videotækið eða afruglarann.

Neyðarkallið snérist um eldamennsku, muninn á kryddum og almenn hlutföll í uppskrift sem ég hafði látið móður mína fá.

Þetta er stór dagur fyrir mig og mína, þetta er stór dagur fyrir íslensku þjóðina. Eggið var að kenna hænunni.

4 athugasemdir á “eggið og hænan

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s