Það er komið að ákveðnum kaflaskiptum í Jóh klaninu. Kaflaskipti sem margir héldu að myndu aldrei renna upp heldur líða letilega eins og lítil spræna uppi í fjöllum.
En dagurinn í gær var dagurinn þar sem þetta gerðist.
Móðir mín, sem hefur alið upp fjóra drengi ef við teljum pabba með eins og herforingi og skilað afskaplega góðum drengjum út í þjóðfélagið sem allir hafa þá mannkosti sem konungar til forna hafa að bera hringdi í örverpið til að spyrja ráða.
Þá var hún ekki að spyrja um tölvuráð eða um videotækið eða afruglarann.
Neyðarkallið snérist um eldamennsku, muninn á kryddum og almenn hlutföll í uppskrift sem ég hafði látið móður mína fá.
Þetta er stór dagur fyrir mig og mína, þetta er stór dagur fyrir íslensku þjóðina. Eggið var að kenna hænunni.
Var uppskriftin ekki bara illskiljanleg? 🙂
og þá þarf að upplýsa lesendur um hvaða uppskrift þetta var eiginlega …
Ég held að mamma jóh hafi bara verið að bústa upp sjálfstraustið hjá drengnum sínum….hún kann þetta alltsaman ábyggilega.
Þetta var pottþétt uppskriftin af Hagnaðarpizzunni! Móðir þín hefur ekki staðist freistinguna.