Ég hef aldrei verið mikill Hjálma maður. Fílað eitt og eitt lag en svo alltaf fengið nóg.
Nýja platan þeirra Ferðasót rennur ljúflega í gegn og fær mig til að gleyma fyrri fordómum til sveitarinnar.
Opnunarlagið á plötunni fer í flokk þeirra laga sem gætu verið lag ársins 2007. Línan "eitt lítið knús, elsku mamma" fær mig til að fella tár. Þetta lag er afskaplega fallegt.
Það er því tóndæmi dagsins, tileinkað öllum mömmunum í heiminum en þó sérstaklega minni.
Fallegt hugljúft lag – Hjálmar hafa nú alveg reddað manni stundum! Ég er allavegana smá fan…
Yndislegur ertu og mamma þín heppin að eiga þig;)!