Úr afmælinu hans Arnars um daginn var mikið sprell sem flest hefur fengið að koma á netið. Bæði ótrúleg frammistaða Drengjakórs Breiðholts og svo tolleringin rómaða.
Nú er komið að síðasta konfektmolanum úr þrítugs afmælinu.
Árni Georgs tók lagið, eins og reyndar alltaf þar sem hann kemur og lagavalið var ekki eitthvað sem maður átti von á. Drengurinn tók eitt stykki Barbra Streisand eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Ég leyfi myndbandinu að tala, það þarf ekkert að segja frá þessu.
Þetta er og var urrrrrrandi snilld.