Menningarkvöld L82, þessi rómuðu skemmti og fræðslukvöld verða alltaf betri og betri. Íbúar L82 eru að læra betur inná þau og verslunareigendur sælkeraverslana eru duglegri að ota að okkur einu og öðru sem myndi sóma sér vel á menningarkvöldi.
Kvikmynd kvöldsins var óskarsverðlaunamyndin The Pianist eftir Roman Polanski. Myndina þekkja eflaust flestir en Hlyni átti eftir að sjá hana og því samfélagsleg skylda okkar Jóa að leyfa Hlyni að sjá þessa stórgóðu mynd.
En þetta kvöldið voru það samt veitingarnar sem að gerðu kvöldið. Það var fjölþjóðleg stemmning sem sveif yfir vötnum á L82 og vel það. Þemaland aðalréttarins var Mexíkó en í matinn var forláta mexíkönsk súpa, bragðgóð súpa sem tekur samt aðeins í. Veislan hætti ekki þar því eftir matinn var skipt yfir í þjóðlega íslenska stemmningu og Hlynur bauð uppá skyrhræring með ítölskum mascarpone og hlynsýrópi. (Ég er ekki að reyna að vera með orðagrín, þetta er staðreynd málsins).
Með myndinni var svo hin klassíska blanda af Nóa Siríus súkkulaði og Appollo lakkrís í skál og svo franskur camembert hulin mango chutney sem var látið simmera í ofni í dágóða stund ásamt ísköldu jólaöli, verður ekki betra en það.
Menningarkvöldið fær fullt hús stiga, fyrir fjölþjóðlega stemmingu, góða mynd og góðan félagsskap.
Við sjáum tvær myndir sem sýna skyrréttinn fagurlega skreyttann í glasi. Eldspýtustokkurinn er hafður með til að sýna stærðarhlutföll að vanda.
Oj bara, hafragrautur og skyr blandað saman = sá eini sanni skyrhræringur
Hver af ykkur menningar- og gúrmeygæjum eldaði þessa mexíkósúpu ??
Jummi Góh!
Þú veist svarið við svona spuningu Villi.
Þið ættuð að selja Skjá Einum hugmyndina að raunveruleikaþætti um ykkur… það er með eindæmum spennandi að fylgjast með öllu því sem þið takið upp á!
Ætli það væri ekki bara rúv sem byði í slíkt….
og þá á ég við útvarpið