Framfarir

Á föstudaginn var jólahlaðborð með vinnunni. Síðuhaldari vann þar verðlaun sem mér þykja afar kær.

Nokkrum dögum fyrir hlaðborðið var öllum þeim sem ætluðu á jólahlaðborðið ætlað að mæta með fermingarmynd. Leikurinn var að finna hver væri hvað enda fólk búið að eldast mis vel og tískan farið misjafnlega í fólk. Svo voru veitt verðlaun fyrir flottasta lúkkið, mestu framfarir og fallegasta brosið.

Síðuhaldari vann verðlaunin fyrir mestu framfarir með miklum meirihluta enda mikið vatn runnið til sjávar síðan ég fermdist.

Ég birti þessa mynd hér með enda hefur myndin mikið sögulegt gildi, í myndinni má sjá sakleysi í sinni fegurstu mynd ásamt því að "skipt í miðju" greiðslan sannar gildi sitt enn og aftur.

Friðurinn sem þessi mynd sýnir lætur mig halda að ég hafi verið engill á yngri árum. Engill sem að lætur tár breytast í demanta.

15 athugasemdir á “Framfarir

  1. Ég man eftir þessum dreng hressum og kátum í Breiðholtsskóla, daðrandi við dömurnar. Þessar kinnar eru eins og á nýfæddu barni ekkert nema fegurðin og trylla dætur Reykjavíkurborgar! kannski að þú þurfir að safna þeim aftur svo þú gangir út Gummi minn…nei bara smá pæling.

  2. á hvaða fæði varstu þarna?
    En undir þessum kinnum geislar í kynþokkann. Ég var svona líka að vísu fyrir fermingu. Svo brýst þetta út undan barnaspikinu skal ég segja ykkur!

  3. þú ert trendsetter á myndinni miðað við suma sem létu krúnuraka sig daginn fyrir fermingu. þá tölum við um MÖRDER fermingamynd.
    annars fannst mér viðbrögð L82 við nágrannakaffinu sem ég stakk uppá, alls ekki nægilega mikil. því er sem sagt aflýst!

  4. Það held ég að kvenfólk myndi ekki fúlsa við því að fá þennan fola, skipt í miðju hefur alltaf virkað æsandi á konur og bollukinnar vekja upp í þeim pervertískt móðureðli sem þær geta illa hamið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s