Fólk þessa lands vill svör. Fólk þessa lands er orðið viðþolslaust á að vera bara í myrkrinu.
Spurningin sem brennur á vörum landsmanna snýst ekki um línuívilnun, vexti, Hannes Smárason eða kjarasamninga. Skv. könnun Capacent er spurningin sem mest brennur á vörum íbúa eyjunnar í norðri þessi : Hvernig verða jólin á L82?
Henni er í raun auðsvarað. Það er búið að setja upp aðventukransinn sem ég gæti svo sem sett inn mynd af fyrir húsmæður landsins að sjá. Það er komin upp jólastjarna sem vökvuð er á hverjum degi og talað við svo henni finnist hún örugglega vera hluti af hópnum. Hún fær að velja sér lið þegar við tippum og svona.
Hlyni sem kann varla að sjóða hrísgrjón toppaði svo allt sem toppa má í gær. Hann kom heim örþreyttur eftir erfiðan vinnudag enda að reka banka og settist niður og byrjaði að hnoða saman konfekt. Drengurinn fór að búa til mozart kúlur eins og engin væri morgundagurinn.
Við sjáum mynd. Eldspýtustokkurinn er að vanda hafður með svo að lesendur átti sig á stærðarhlutföllum.
Jibbí Cóla, er tími fyrir jóla!