Gestur og Ríkey eignuðust dreng síðasta föstudag. 17 merkur og 52,5 cm sem á mannamáli þýðir að hann er myndardrengur.
Barni, móður og föður heilsast vel og Hlyni blessaður er allur að koma til líka. Hann grætur svo mikið af gleði þegar að það verður til líf. Stundum röltir hann upp að fæðingardeild og hangir fyrir utan bara til að fylla andann og hugann af lífsgleðinni sem streymir úr húsinu.
Það kemur ekkert til greina nema að skíra drenginn Pálma eða Svavar. Öll önnur nöfn mæta afgangi og verða ekki í boði. Þetta vita foreldrarnir.
Gestur vildi líka sérstaklega vekja athygli á því að það konur eru sagðar fæða fylgjuna en að það fái aldrei neina athygli. Ég ætla þó ekki að birta mynd af slíku þó að Gestur hafi gefið það í skyn.
Oft er sagt að mynd segi meira en mörg orð og í fæstum tilfellum finnst mér það eiga við hvítvoðunga, því þeir lít allir eins út. Þessi drengur er þó virkilega mannalegur, með sterkan svip enda Breiðhyltingur í föðurættina.
dúllí dúll, þennan gæti ég nú alveg hugsað mér að éta. 🙂 Til hamingju Gestur!! Good work 🙂
finnst hann vera full líkur hlyni
innilegar hamingjuóskir!!!
Þetta er flottur fýr
Hann er ekkert smá myndarlegur!
Svakalega svipsterkur drengurinn.
Til hamingju Gestur og Ríkey!!!
Vel gert 🙂 mega krútt…
til hamingju Gestur og Ríkey 🙂
Innilega til hamingju með drenginn Gestur og Ríkey. Job well done.
Fylgir nokkuð sögunni hvort að drengurinn var klæddur í bláan galla eða tískubleikan ?
Takk fyrir þetta öll sömul.
Umræða um litasamsetningar var ísbrjótur á fæðingadeildinni. Held ég hafi hafið svo 25 samtöl á þessu. Takk Kolbrún Halldórsdóttir. Vegna ólíkra stjórnmálaskoðana foreldranna hefur en ekki náðst niðurstaða í litamálið og hefur drengurinn því ekki klæðst öðru en bleyju frá fæðingu.