leikmaður

Það er margt annað sem telst til menningar en menningarkvöldin á L82.

Víðsýni, djörfung og að hugsa út fyrir kassann hefur verið það sem lagt hefur verið upp með á Laugaveginum og almennt tekist vel til.

Í gær var nýr kafli opnaður í sögu menningar á Laugaveginum, eitthvað sem sagnfræðingar munu kalla endurreisnartímabilið, tímabilið þar sem íbúar L82 uppgötvuðu kúbismann og fóru að spá í freskum og spurðu spurninga eins og „afhverju reyndi Leonardo Da Vinci alltaf að bæta og breyta þekktum og viðurkenndum aðferðum?“.

Kjarvalsstaðir voru heimsóttir og tilgangurinn aðeins einn, að sjá Hvíta Sunnudag Kjarvals. Listaverk sem ekki hefur sést almenningi síðan 1919 en er nú til sýningar á Kjarvalsstöðum til 30.desember. Verkið er í kúbönskum stíl, málað rétt eftir að Kjarval lauk námi í Kaupmannahöfn. Fyrir leikmenn sem vita ekki hvað kúbismi er að þá mætti segja að í kúbisma snústi aðferðin um að taka form, brjóta það niður og setja saman aftur á abstrakt máta. Kúbisminn er líka einhver byltingarkenndasta aðferðin til að koma einfaldleikanum og margbreytileikanum burt og neyða áhorfendur til að sjá og túlka sama hlutinn.

Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur er sýningarstjóri sýningarinnar og var gaman fyrir leikmann eins og mig að heyra Aðalstein tala um verk Kjarvals á sýningunni og fá innsýn í verk listamannsins fá svona fróðum manni.

Hlyni var bara inni á kaffistofunni og litaði á meðan ég og Jói röltum um safnið. Hann litaði fína mynd af hesti og pálmatréi. Flott hjá honum.

8 athugasemdir á “leikmaður

  1. katrín : Jói átti boðskort.
    Ebbi: Þetta er stíllinn sjáðu til. 🙂 Hann var undir áhrifum kúbanska stílsins enda nýkomin úr skóla. Það stendur í bækingnum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s