101 rvk

Rúmlega sextugir karlmenn fara ekki oft í 101 Reykjavík til að fá sér krús af öli og gantast í góðra vina hópi. Þessi skortur á hegðun sem unga fólkið þekkir svo vel gerir það að verkum að fólk á þessum ágæta aldri veit ekki handa sinna skil í bænum um hvert eigi að fara og hvar sé gott að setjast niður.

Lídó er auðvitað löngu hætt og ekki verslar maður fötin sín í Karnabæ.

Þess vegna öskruðum við félagarnir úr hlátri þegar að pabbi sagði okkur strákunum að hann og Beggi vinur hans hefðu farið í bæinn og farið á Qbar til að fá sér bjór. Qbar er nefnilega staður sem samkynhneigðir sækja heim og kalla sinn.

Til að kóróna allt sagði pabbi svo ofan í hláturinn „Og það er búið að gera staðinn svo flottann“

Já flott pabbi.

Ein athugasemd á “101 rvk

  1. Það þarf að uppfræða þessa menn. Pabbi fór á pöbbatölt fyrir einhverjum árum síðan og hugmyndasnauður eins og hann var þá leiddi hann hóp fólks inn á Hverfisbarinn því hann hafði heyrt mig tala um hann.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s