Jólakökusmakkið 2007 – seinni hluti

Fólk vill meira og því fær það meira. Þetta er þjónustuvefur í sinni sterkustu birtingarmynd.

Eftir heimsókn til frú Margrétar í Víkurbakkann var rölt yfir götuna á Jóh setrið. Þar biðu mammajoh og pabbijoh eftir dómnefndinni og búið var að leggja á borð.

Þrettán sortir biðu þar dómnefndar sem átti erfitt verk fyrir höndum. Bæði var nefndin að verða mett eftir kræsingar frú Margrétar og ekki bætti úr skák að mammajoh var búin að tjalda öllu til eins og t.d. forláta skinkuhornum og heitum kleinum frá ömmu Dúnu.

Hér átti að nota öll trompin í einni svipan.

Sigurvegari síðasta árs vakti mikla lukku að vanda og leit allt út fyrir að súkkulaðikakan með royal búðing myndi verja titilinn sinn en það gerðist þó ekki. Þriðja sætið varð niðurstaðan þetta árið en að ná þriðja sæti af þrettán verður að teljast stórkostlegur árangur af nýliða sem súkkulaðibitakaka með royal búðing er.

Gamli og nýji tíminn barðist um titilinn og endaði það svo að stórmeistarajafntefli varð niðurstaðan. Hinar klassísku og eggjalausu spesíur sem fyrir löngu hafa sannað gildi sitt í jólaösinni enduðu á toppnum og deildu sætinu með nýliða sem aldrei áður hefur verið bakaður fyrir jólin á Jóh setrinu. Sú kaka kallast Neiman Marcus sem er heiti á dýrri glansbúð í hinum stóra heimi sem er þekkt fyrir smákökuna sína. Þá köku bakaði móðir mín eins og engin væri morgundagurinn.

Súkkulaðiþrennan reið ekki feitum hesti þetta árið miðað við gott gengi í fyrra en í þeirri köku er ljóst, dökkt og hvítt súkkulaði í miklu magni sem gerir kökuna hreint ótrúlega góða.

Gamli góði marengsinn fékk þrjú stig sem verður að teljast ásættanlegt, svona klassísk kaka er talin sjálfsögð. Hún fær ekki að njóta þeirra snilldar sem hún er. Marengs og heitt súkkulaði er eitthvað sem englar á himni borða í öll mál.

Myndir af störfum dómnefndar má finna hér. 

Niðurstaða dómnefndar er þessi fyrir jólabakstur Jóh setursins.

5-6.sæti : Súkkulaðiþrenna og Marengs

4.sæti : Kókos og hnetutoppar

3.sæti : Súkkulaðibitakökur með Royal búðing

1-2.sæti : Spesíur og Neiman Marcus

4 athugasemdir á “Jólakökusmakkið 2007 – seinni hluti

  1. ég er ánægð með súluritið Guðmundur, það gerir það að verkum að ég sé þetta alveg miklu betur fyrir mér.

  2. Fínt. Ætlaru að senda MömmuJóh til mín aðeins. Hún þarf að baka fyrir mig og gamla. Við erum hvorug hæf til að gera svoleiðis. Ekki viltu hafa okkur smákökulaus um jólin, haaaa??!

  3. Já veistu Sara, súluritið sýnir líka að okkur sé alvara.

    Kristín, Það hefði þurft að panta tíma í ágúst fyrir bakstur fyrir þriðja aðila.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s