Daft Punk eru snillingar, tónlist af þeirra meiði þarf að vera ansi sérstök til að ég fíli hana og þeir einhvern veginn hitta alltaf naglann á höfuðið.
Gott stöff með endemum. Nýlege gáfu þeir út Alive 2007 sem inniheldur tónleikaupptökur frá tónleikum þeirra í París, heimaborg sinni. Tónleikunum er leikstýrt af Oliver Gondry, stóra bróður Michel Gondry sem leikstýrði Around the world myndbandi Daft Punk. Hann hefur svo meðal annars Eternal Sunshine of the Spotless Mind, Human Nature og leikstýrt fjölda myndbanda fyrir fólk eins og Björk, Beck, White Stripes, Chemical Brothers, Radiohead.
Tóndæmid dagsins er Around the World með Daft Punk þar sem þeir bítskipta yfir í Harder, Better, Faster , Stronger.
Mynband Michels fylgir svo með því það er ógeðslega töff. Takið eftir að hver karakter er eitt beat í laginu.
Daft Punk – Around the world / Harder, Better, Faster, Stronger (Live 2007)
I LOVE Michel Gondry. His videos are great. Especially the one you posted.
About Harder, Better, Faster, Stronger – It’s a good song, but Kanye West makes me crazy lately…I think he has run out of lyrics.
Hahaha… tad eru fleiri sem fíla Daft Punk..
og kunna løgin kannski adeins of vel..