Gamlárspartý gamlárspartý

Hátíðirnar runnu í gegn eins og trukkur á cruise control. Allt eftir bókinni og ekkert verið að breyta mikið til enda stranglega bannað um hátíðarnar að breyta planinu, óþarfi að fikta í því sem alltaf gengur upp.

Gamlárskvöld var þó að mínu mati það kvöld sem stóð hæst uppúr þessi jólin. Byrjað í boði hjá Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, hreindýr með fjölskyldunni og svo partý á L82 með öllu því fólki sem maður vill djamma með, svona því sem næst. Vantaði örfáa til að loka hringnum.

Það er búið að taka til og skúra tvisvar og væntanlega þarf að skúra tvisvar til viðbótar svo gólfið líti út eins og það á að vera. En er hverrar skúringarumferðar virði því að partýið var vægast sagt æði. Íbúðin var pökkuð og stanslaust flæði af fólki, stofan var troðfull, eldhúsið troðfullt og gangurinn troðfullur. Þegar síðasta fólkið fór um hálf níu gat maður en ekki annað en sofnað sáttur.

Þakka öllum fyrir komuna en það eru einhverjir óskilamunir, eyrnarlokkar og stór næla í hárið sem lítur út eins og fiðrildi minnir mig. Þeir sem sakna slíkra hluta geta haft samband.

Myndir úr partýinu má finna hér, svo fæ ég fleiri frá Jóu t.d. og bæti þeim við síðar.

2 athugasemdir á “Gamlárspartý gamlárspartý

  1. Takk kærlega fyrir mig. Ég hef aldrei skemmt mér svona vel í gamlárspartý áður. Gamla mýtan um að þetta kvöld sé bara vonbrigði var þarna afsönnuð.

    … Held að Villi eigi næluna.

  2. Þetta var æðislegt partý!!! Ég var komin heim um átta og vaknaði kl 11 til að pakka og fara í flugrútuna. Þegar ég sat í flugrútunni á leiðinni til Keflavíkur hugsaði ég „Váhh, ég var að dansa upp á fokking borðum fyrir nokkrum klukkutímum síðan“. Ég á eftir að lifa á þessu partýi út árið. Takk fyrir mig 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s