Þorláksmessa

Á Þorláksmessu var bryddað upp á nýjungum á L82. Dagurinn var tekinn snemma og hafist handa við að undirbúa fjölskylduboðið sem var haldið í fyrsta sinn á heimilinu. Við drengirnir tókum okkur til og buðum fjölskyldum okkar í hangikjöt, laufabrauð, lax og drykkjarveitingar að hætti okkar.

Vel var tekið til matar síns og hangikjötið sem ég sauð deginum áður var lofað í hástert. Þetta var eitt af þessum skiptum þar sem við tókum allir höndum saman, lögðumst á eitt og gerðum allt 100%. Það gekk allt upp hreinlega þetta kvöld.

Myndir frá herlegheitunum má sjá hér.


Mammajoh, Ásmundur og Kristjana

3 athugasemdir á “Þorláksmessa

  1. Vildi bara segja þér frá hneykslinu Gummi minn. Ég var í prófinu og það var ekki ein spurning um vaginisma…ekki ein!!! Ég veit ekki hvað þeir eru að SPÁ!! Ég að hugsa um að kæra prófið, hvað finnst þér?

  2. Hvaða rugl er það Sara? Eins og við vorum búin að fara yfir þetta trekk í trekk.

    Þú hefur samt rústað þessu prófi.

Skildu eftir svar við Gummi Jóh Hætta við svar