Í hádeginu í dag hittumst við Óli Jóh og Bíó til að fara yfir árslistana okkar fyrir árið 2007. Við Óli erum með keimlíka lista en Bíó bryddar uppá Bruce Springsteen og fleiri nettum á sinn lista sem við Óli settum hvergi á okkar. Samdóma álit okkar að tónlistarárið 2007 hafi verið gífurlega gott.
Tóndæmi dagsins kemur frá sjálfbæra tónlistarunglingnum, skjólstæðing Bíó sem Bíó hefur alið upp tónlistarlega í fjölda ára. Unglingurinn er bróðir Bakkadrottningarinnar, eiginkonu Bíó.
Lagið heitir This is where we are með New York sveitinni Ravens & Chimes.
Virkilega gott lag, söngvaranum svipar til Win Butler í Arcade Fire. Það var allaveganna það fyrsta sem ég hugsaði þegar að lagið byrjaði.
Á myspace síðu sveitarinnar má svo finna fínt Leonard Cohen cover.
Ravens & Chimes – This is where we are
Hvað þarf maður að hafa áorkað í lífinu til að komast í þennan félagsskap?
The revival of the Bakkaqueen!!!
Ég hélt hreinlega að þú værir búin að gleyma mér. 109 4ever 🙂
Snilldin þarf að ræða það við félaga sinn í Oasis klúbbnum.