hinsta kveðja

Það er sorgardagur á L82. Sem betur fer var engin að láta lífið eða neitt slíkt heldur er búið að höggva skarð í þægindahringinn okkar.

Þegar valkvíði, tímaleysi eða annað gerir það að verkum að hér er ekki eldað er borðað úti. Þar sem L82 er í hjarta miðbæjarins er mikið úrval af góðum veitingastöðum sem við erum búnir að mæla út og komnir með lista í huga okkar af stöðum sem við viljum borða á. Allt fer valið eftir stemmningu, löngun og skapi þann daginn.

Núna er einn okkar uppáhaldsstaður dottin úr hringnum. Það er búið að loka honum og það á að rífa húsið. Kannski, vonandi einhvern tímann mun staðurinn opna aftur á nýjum stað og þá vona ég að það verði í miðbænum en ekki í Smáralind.

Megi IndóKína hvíla í friði, ég þakka fyrir mig og vona að við eigum eftir að hittast aftur.

3 athugasemdir á “hinsta kveðja

  1. Það er einmitt búið að vera sorg á mínu heimili síðan við uppgötvuðum þetta.
    Ég veit ekki hvað við gerum nú og get ekki ímyndað mér að neitt geti komið í staðinn fyrir þennan yndislega mat sem á boðstólnum var þarna. Uppáhaldið mitt í takeaway var tilboð nr1. Ég sakna þess gífurlega og hef átt drauma um það.

    Ég ætla í minni barnslegu einlægni að vona líka og trúa því að þau opni staðinn aftur annars staðar!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s