Allir góðir tónlistar áhugamenn sem og Breiðhyltingar eiga að skunda á Organ annað kvöld þar sem tónlistarmaðurinn knái Stafrænn Hákon, öðru nafni Ólafur Josephsson mun troða upp. Tónleikarnir byrja kl 21:00 og kostar 500 kr inn sem er gjafaverð fyrir skemmtun af þessu tagi.
Ólafur Arnalds (hvað er með alla þessa Arnalds?) mun einnig troða upp.
Stafrænn Hákon gaf út hina frábæru plötu Gummi á síðasta ári og á skilið allt lof sem hann fær. Bæði sem Breiðhyltingur og sem tónlistarmaður sem fetar ótroðnar slóðir og spilar fallega tónlist.
😦
Þvílíkar sorgarfréttir fyrir mig.. því ég mun ekki komast.. aumingja ég !
Jahérna – ekki vissi ég að stafrænn Hákon væri Óli smile:)
Snillingur þessi drengur.
sjáumst