Ég hef afskaplega litla nennu til að tjá mig um nýja borgarstjórnarmeirihlutann eða borgarstjórann. Ég skil ekki alveg þessa leikfléttu hjá Sjálfstæðisflokknum og hverju hún á að ná fram. Kannski vita þau eitthvað meira en við hin eða þá að þau eru bara að hugsa um völd. Ég vona að það sé fyrri kosturinn.
Persónulega er ég þó sáttur með að Villi sé komin aftur til valda því ég var posterboy hjá honum í prófkjörinu sælla minninga. Ég spila ekki með lúserum og því gott að minn maður er komin aftur í valdasæti, það hentar mínu orðspori betur.
Innkomu Óskars Bergssonar fagna ég þó mikið, ég sakna Björns Inga ekkert sérstaklega. Óskar er góður og gegnheill Breiðhyltingur og ÍR-ingur. Bingi er ekki gegnheill þó hann sé Breiðhyltingur.
ég held bingi sé með eitthvað meira á samviskunni…
,…hann fer ekkert barað hætta útaf einhverjum tveimur jakkafötum…
…eða hvað??