Vampire Weekend er sveit dagsins, ljótt nafn á hljómsveit en afskaplega góð lög. Sveitin hefur verið að hita upp fyrir The Shins og í gær kom út fyrsta plata sveitarinnar sem ber nafn sveitarinnar.
Sveitin fékk plötusamning fyrir tilskyldi internetsins, ekki í gegnum Myspace eins og Kate Nash og Lilly Allen heldur í gegnum mp3 blogg. Það verður að teljast nokkuð magnað.
Upptakan sem hér er boðið uppá er tekin upp úti á götu í París, mér finnst þetta flott. Bjóðum svo uppá akústic af laginu Oxford Comma í formi myndbands en lagið Oxford Comma er líka með í laginu.
Vampire Weekend – The Kids dont stand a chance / Oxford Comma
Er ekki komið nóg af þessum Rjómabloggum í bili. Hvað er að frétta af þér ?