Klaufabárðarnir

Silfraða þruman (VW Golf 2004) hans Jóa var rafmagnslaus í gær. Annað hvort gleymdi hann ljósi í gangi þegar hann var að setja í sig linsur eða þá að rafgeymirinn er eitthvað klikk, já eða spindilkúlan.

Ég veit ekkert um bíla og Jói ekki heldur. Það eru sérfræðingar úti í bæ sem vita allt um bíla, á þá treysti ég þegar eitthvað er að sjálfrennireiðinni.

Jói bað mig því um að gefa sér start, hann var búin að verða sér úti um startkapla og til í slaginn. Ég færði Hertogann (VW Golf 2006) upp að Jóa bíl og meira en til í að gefa honum neistaflug að hætti hússins svo drengurinn kæmist frjáls ferða sinna.

En þá vandaðist leikurinn. Hvorugur okkar hafði opnað húddið á bílunum okkar og við vissum ekkert hvernig ætti að fara að því. Ekkert haldfang fundum við eða takka. Ég fór í það mál að skoða leiðarvísinn sem er á vísum stað í hanskahólfinu hjá mér og finna útúr þessu. Leiðarvísar fyrir bíla eru þykkir og stórir en sem betur fer kann ég stafrófið og gat krönglast í gegnum efnisyfirlitið frekar örugglega.

Valur kom svo að okkur á þessu augnabliki, labbaði beint að bílnum hans Jóa og opnaði húddið. Valur er vanur maður.

3 athugasemdir á “Klaufabárðarnir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s