I say Real, you say Flavaz!

Ég er ekki þekktur fyrir að aðhyllast austurströndina eða vesturströndina. Ég er heldur ekki þekktur fyrir að hafa grátið og fengið frí í skólanum þegar Tupac var skotinn eins og sumir.

Það er nefnilega afskaplega lítið hippedí hopp í mínum skrokki. Þess vegna varð ég hissa þegar að Stiftamtsmaðurinn Bjarni Þór bað mig um að gera topplista yfir mín uppáhalds hiphop lög.

Ég hefði frekar átt að vera beðin um að gera topp lista yfir uppáhaldsstaðina mína í fjallinu fagra, Breiðholti en ekki þetta.

En þar sem hiphop uppeldi mitt var af skornum skammti þurfti að kreista fram fimm lög sem ég hef á einhverjum tímapunkti átt á kassettu hér í den. Í raun ótrúlegt að ekkert þeirra laga sem ég taldi upp hafi verið talið upp áður af biksvörtum strákum úr Seljahverfinu sem neimdroppa Flavav Flav og Yo! Mtv Rap eins og ég segi Eniga Meninga og Kardimommubærinn. En ég hafði Stulla Ásgeirs og Dabba Judo, þaðan kemur mitt hip hop.

Þetta var samt létt, þó maður sé ekki mikill hippedí hopp strákur á maður samt sín uppáhaldslög. Held að Liquid Swords með GZA sé mitt lag, ég get enn rappað fyrsta versið. Ef þið trúið mér ekki er það Ölstofan 6.mars.

3 athugasemdir á “I say Real, you say Flavaz!

 1. þessi lög eru límd í heilann ég kann enn allt hand on the pump og eitt das Efex lag „They want efex“……………..skaðinn er skeður ég mun aldrei gleyma

 2. Ég þakka þér enn og aftur fyrir listann. Þetta var liður í sönnun þess að maður á ekki að spyrja hvort menn séu svartir, heldur hversu svartir þeir séu 🙂

  En það er spurning um að taka menn tali og spyrja um uppáhaldsstaðinn í Breiðholti, það er góð hugmynd – gæti verið efni í bók. Ég meina hversu mörgum frægum væri hægt að safna saman og spyrja þessarar spurningar? Hver vill svo ekki eiga bók þar sem Eiður Smári, Sveppi, Villi Vill, Björn Ingi, Halldór Ásgrímsson, Steingrímur J., Gísli Marteinn og fullt af stjórnmálamönnum, íþróttamönnum og skemmtikröftum mæra yndislegasta stað jarðarinnar? Jafnvel að Real Flavaz fái eins og eina blaðsíðu 🙂
  Ertu ekki með menn á æðstu stöðum sem gætu styrkt slíkt verkefni? Það er nú einu sinni bara spurning hvaða Breiðhyltingi Sjálfstæðisflokkurinn stillir upp fyrir næstu borgarstjórnarkosningar.
  Hvernig sem fer, þá verð ég mættur á Ölstofuna 6.mars að styðja minn heimamann… ,,When the MC’s came, to live…“

  Örn Ingi: Þetta er enginn skaði, þetta er viska – bara ef að spænsku og stærðfræði kunnáttan væri jafn föst í höfði manns.

  Ást og friður Bjarni Þór.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s