Þetta eru ekki tveir Pólverjar heldur eru þetta sveinarnir síkátu, Hlyni og Jói.
Á laugardaginn var tekinn klukkutími í að selja dósir. Formenn knattspyrnufélaga og gjaldkeri Nemendaráðs Austurbæjarskóla voru farnir að hringja nær daglega og spyrja hvort að þeir mættu fá endurvinnanlega glerið, plastflöskurnar og dósirnar en þeim var neitað jafn harðann.
Íbúar L82 eru fullgildir meðlimir neyslusamfélagsins og því safnast dósirnar hratt upp. Eiginlega bara mjög hratt og svo spilar inn í að það hefur ekki verið farið í Endurvinnsluna í meira en ár. Það segir okkur það að geymslan var troðfull af pokum.
Í dag er hún tóm og verið að þrýsta á Hlyni sem tók við peningunum að fara í vínbúð og fjárfesta.
Svo ég spurji sem fyrrum starfsmaður Sorpu… hvað var þetta mikið í áli, plasti og gleri?
Ég hélt að þetta væru meðlimir DR. Spock
Flokk jú
hvað er í gangi? þú ert að ná stebba frey í blogggleðinni
3 póstar sama daginn??
Var búin að vera svo lélegur, uppsöfnuð þörf.
Húrra & kúdos fyrir L82 – endurvinnsla makes the world go around..
Bíddu þessir menn komu heim til mín og sögðust vera að safna fyrir fimmta flokk drengja í Val! Ég vil fá dósirnar mínar aftur!!
Ég þykist nú kannast við þó nokkrar dósir úr mínu safni. Getur verið að ég hafi skilið þær eftir hjá ykkur um áramótin ?
Guðmundur, ég rétt vona að þið séuð ekki búnir að klára Bombay flöskuna mína!
Tímasetningin á þessu uppgjöri tengist því væntanlega ekki neitt að brátt líður áfengisbannið mikla hjá Gummanum undir lok?
Ég hef ekki séð svona mikið af dósum síðan dósakellingin, sem var minni en tveggja lítra kók flaska, gekk um gamla hverfið mitt Breiðholtið og safnið flöskum og dósum.
Tveggja lítra flaska á hlið
Ég myndi vilja fá nærmynd af powergræjunum á ruslatunnunni.
Má ég vera með næst að telja
Íbúar L82 eru hættir að safna dósum, þær eru hér eftir látnar í hendurnar á þeim sem þær vilja nær samstundis eftir að neysla innihaldsins hefur farið fram.
Ég held að þessi mynd sé líka lýsandi dæmi um lausafjárstöðu bankanna.
Bankamennirnir Hlyni og Jói í slorinu að reyna að finna pening.
ótrúlegt en satt en þá fara allar okkar dósir frá USA í skip og til Íslands (ekki grín)… ef það eru einhverjar Coors Light dósir þarna þá á ég þær 😉
Mér sýnist að þegar þið farið í þetta næst þá þurfið þið að tilkynna það þar sem þetta hefur áhrif á gengi krónunnar.