8 helgar að baki og allar voru þær án áfengis. Á fimmtudaginn klukkan 9:40 verður lokamæling í heilskukeppninni og þá get ég hafið aftur að lifa lífinu. Í raun hef ég komið sjálfum mér á óvart með þrjósku í að standa mig í þessu. Ég ákvað sjálfur að sleppa áfengi og gosi til að ná sem bestum árangri og í raun gjörbylta matarræðinu, það hefur margborgað sig en bitnað á skapinu í staðinn.
Það hefur í sjálfu sér verið einfalt að sleppa því að detta í það ef maður hugsar til baka en þess erfiðara að sleppa því að drekka gos, borða nachos og borða nammi. Ég sakna Pepsi Max mest af öllu sem og að drekka einn ískaldann bjór.
Sjö kíló eru farin á þessum tíma og nánari upplýsingar um fituprósentu, vöðvamassa, bla bla bla arnar grant bla bla allt sem telur líka í keppninni kemur í ljós á fimmtudaginn.
Það sem stendur uppúr er að það er ógeðslega leiðinlegt að standa í þessu. Það er ekki séns að þetta geti verið lífsstíll.
Óháð niðurstöðu í keppninni er á hreinu að ég ætla að detta í það og taka station helgi. Fimmtudagur, föstudagur og laugardagur verður það heillinn.
Það verður stöðugur straumur af áfengi ofan í kokið á mér. Ég er komin aftur, takk fyrir að bíða eftir mér.
nú geturu komið og fengið einn (og klárlega fleiri) classic í dk 🙂 vúhú
Ég þakka góðan tíma Gummi. Einstaklega gaman að eyða þessum edrú helgum með þér.
Þinn, Valur.
Skil ekki alveg, kom þér á ÓVART hvað þú er þrjóskur????????????
Það er þá orðið óhætt að mæta á b-liðs æfingar… Biggi fékk svo sannarlega að kenna á Joh-skapinu
hahaha. Mamma þín er fyndin.
Má til með að benda á að „Vanhelgi“ er skemmtileg þýðing á „Stationhelgi“.
Þar sem þú drakkst aldrei áfengi varstu þá aldrei spurður hvort þú værir óléttur???
sjáumst um helgina gummi minn 🙂
mmmm sweet liqueur – ég hef reynt að taka þurrkinn á þetta.. en gengur ekki svo vel í landi ódýrs bjórs og offitu…. æfingar ganga samt vel hérna megin á hnettinu…. en frábært hjá þér 7kg… þú ert bara að hverfa Kall