Besti lúserinn

Miðað við stationhelgi sem innihélt bjórdrykkju fimmtudag, föstudag og laugardag verður að segjast að heilsan er helvíti góð. Ég hefði haldið að átta vikna bjórleysi myndi valda almennrilegri þynnku sem myndi vara langt inní vikuna, en það gerðist ekki.

Heilsukeppnin í vinnunni minni kláraðist á fimmtudaginn. Mikil spenna í loftinu og alls 48kg sem tíu manna deildin mín skellti af sér á hlaupabrettum Stór-Reykjavíkursvæðisins og vöðvamassi aukin um heilan helling.

Ég var í 2.sæti og er helvíti sáttur við það. Út á við í vinnunni ber ég mig illa og kvarta yfir að hafa tapað fyrir stelpu sem er að fara að gifta sig í sumar. Það er ekki til stærri gulrót fyrir kvenmann en hennar eigin brúðkaup, ég hafði enga slíka gulrót. Ég var bara í keppni og ég er ekki alinn upp til að vera í 2.sæti og tapa.

Persónulega náði ég öllum markmiðum og vel það. Ég er guðs lifandi feginn að þetta sé búið, ég er komin með óþol gagnvart skyri og kotasælu. Hafragrautur er enn í lagi þó einhverra hluta vegna.
Tölfræðin er öll í góðu lagi og bæting á öllum sviðum. Ég stend uppi 8 kílóum léttari, með 10cm minna ummál og er 11% prósent af góðri fitu. Fituprósenta sem segir allt um hversu vel tónaður hálf guð ég er orðinn.

Ég var samt í 2.sæti og það flokkast sem tap. Ég tapaði en hugga mig við að ég fékk gjafakort á frábærann veitingastað þar sem ég get drekkt sorgum mínum og borðað á mig gat.

Sáttur Guffi?

10 athugasemdir á “Besti lúserinn

  1. Ég vil fá „fyrir og eftir“ myndir… eða mynd þar sem þú teygir strenginn á hólkvíðum buxunum til að sýna árangurinn… Annað er ómark!

  2. Jú ég vann klárlega. Bara ekki fyrstu verðlaun. Það tekur engin af mér silfurverðlaunin.

    Hættur hverju? ég ætla ekki að halda áfram að borða undir 1000 kalóríum á dag og fara 6x í viku í ræktina nei.

    Ég held bara áfram að spila minn fótbolta og dett í Laugar í hádeginu endrum og eins.

  3. Sæll Guðmundur.

    Mér fannst réttast að þú heyrðir af þessari hneysu sem ég frétti af. Var staddur á aðalfundi Utandeildarliða þar sem lið sem kallaði sig B-liðið skráði sig til leiks. Svo virðist vera sem annað lið sé búið að tileinka sér nafn boltasparkfélagsins ykkar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s