sex tugir

Maðurinn sem er svona einbeittur á myndinni að gera blöðrudýr er ekki gengin aftur í barndóm heldur er hann bara svona töff.

Afmælisbarn dagsins er Papa Jóh, Guðfaðirinn einnig þekktur sem Jóhann Guðmundsson. Pabbi minn er sem sagt 60 ára í dag og því er flaggað úti um allan bæ, grunnskóla landsins gefa frí og Kröfluvirkjun slekkur á hreyfli númer tvö í þakklætisskyni fyrir að pabbi hafi búið til virkjun sem býr til störf í Þingeyjarsýslunni.

Af því tilefni verður því sögð saga af pabba mínum. Hún er dagsönn og engu hefur verið hagrætt í því skyni að gera söguna betri. Þetta er ein af þessum sögum sem er alveg nógu góð ein og sér.

Eitt sinn vaknar móðir mín á sínum venjulega tíma og er tilbúin að taka sig til og fara til vinnu. Pabbi var löngu farinn enda með meiri morgunhönum þessa lands.

Einhverra hluta vegna finnur móðir mín ekki neðri hluta þess klæðnaðar sem hún hafði tekið til daginn áður hvað sem hún leitaði. Ekki fann hún buxurnar og skyldi engan veginn hvað gat orðið um þær. Eftir að hafa leitað af sér allan grun og buxur af pabba hangandi uppi um alla veggi ákvað hún að hringja í kallinn og athuga hvort að hann vissi eitthvað um málið.

Pabbi var mættur til vinnu og hefur setið djúpt sokkinn við tölvuskjáinn þegar síminn hringdi. Mamma spyr hvort að hann viti nokkuð um buxurnar sem voru á skenknum inni í svefnherberginu þeirra og eftir smá fát uppgötvar pabbi að hann er í vitlausum buxum.

Það eitt og sér er fyndið en þegar það munar næstum 30cm í hæð á mömmu og pabba er þetta enn fyndnara. Þegar að pabbi kom heim til að skipta um buxur mátti sjá hvar pabbi minn var fyrstu manna til að ganga í kvartbuxum enda náðu skálmarnar rétt fyrir neðan hné og til að toppa allt saman hafði hann ekki getað hneppt tveimur efstu tölunum.

Þessi saga verður sögð í öllum ræðum sem ég mun halda til heiðurs föður mínum. Maðurinn er snillingur.

Ykkur ætti öllum að vera ljúft og skylt að senda manninum póst og óska honum til hamingju með daginn.

8 athugasemdir á “sex tugir

  1. pabbijoh – til hamingju með daginn og til hamingju með að bera kvenmannsbuxur með stæl. Alvöru karlmaður þarna á ferð. Beckham hefur frétt af þessu og skellt sér í nærbuxur af sinni konu til að toppa pabbajóh

  2. Til hamingju með pabba þinn Gummi, þetta er greinilega snillingur :O) og auðvitað óska ég honum til hamingju með daginn.

  3. Ég vil óska pabba jóh til hamingju og fangna því jafnframt að það eru fleirri en ég komnir í það að segja sögur af fólki. Það er hrikalega gaman að lesa það, og klikkar aldrei

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s