tóndæmi dagsins

Seinni plata Birmingham sveitarinnar The Editors hefur fengið mikla og góða athygli. Fyrir hvað veit ég eiginlega ekki.

Hér erum við með sveit sem er eins og barn Joy Division og Interpol. Um leið og söngvari sveitarinnar, Tom Smith þenur raddböndin koma nöfn Ian Curtis og Paul Banks strax uppí hausinn á manni og skynsemin segir manni að hér sé um að ræða nýtt efni frá Interpol. Svo kemur bara í ljós um er að ræða The Editors sem hafa allan sinn stíl snýttan úr þessum áður nefndu sveitum.

Samt sem áður hefur sveitin einhvern togkraft sem fær mann til að hlusta. Þetta er djöfulli vel gert allt saman þó að frumlegheitin eru í lágmarki, algjörtu lágmarki. En það er auðvitað rosalega erfitt að herma vel og það er kannski snilldin, þeir eru svona góður að herma.

Tóndæmi dagsins er því með Interpol / Joy Division þema sveitinni The Editors.

The Editos – The Racing Rats 

4 athugasemdir á “tóndæmi dagsins

  1. Þeir eru væntanlega að fá athygli af því lögin eru grípandi, jafnvel góð. Hinsvegar er það rétt, þetta er algjört ripoff. Ljósrit af ljósriti jafnvel.

    Svo finnst mér alveg með ólíkindum að menn skuli enn stunda svona tjáningardans þegar þeir syngja lög. Það á bara að kýla menn á nefið fyrir svona tilgerð.

  2. Já þeir stíga ekki í frumlegheitin þessir menn, það er á hreinu. Ég verð samt að játa að lagið „Smokers outside the hospital doors“ er ansi gott og hangir ansi lengi á heilabúinu.
    Þessi plata, „A beginning has an end“ hefur reyndar fengið mjög misjafnar viðtökur, allt frá 4,9 hjá Pitchfork yfir í fullt hús hjá Playlouder og Rockfeedback, bara svo nokkur dæmi séu tekin. Spekúlantarnir vilja meina að The Editors séu það næststærsta (merkilegasta) sem komið hefur frá UK á þessum tónlistaráratugi, á eftir Arctic Monkeys. Það má deila um það eins og margt annað.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s