Ég held að ég þurfi að fara að sofa með læsta hurð. Drengurinn sem sefur hinu meginn við vegginn er farinn að haga sér grunsamlega og ekki alveg í takt við tímann.
Í morgun bíður mín tölvupóstur frá drengnum sem ég kýs að kalla Hlyni. Í honum stendur orðrétt
„Mig dreymdi í nótt að ég hafi heyrt öskur úr herberginu þínu, þegar ég kom inn þá hékk rúmið þitt fyrir utan gluggann og þú varst hangandi í sænginni sem hélt öllu uppi, ég hugsaði hvernig í ósköpunum gat þetta gerst. Svo reyndi ég að hjálpa þér en slökkviliðið var fyrri til, þú hljópst kjögrandi inn í sjúkrabíl, skv. draumnum þá sefur þú alsber."
Hvað get ég sagt við svona? Ég ætla að gista á Jóh setrinu um páskana, ég ætla ekki að vera einn á L82 með Hlyni.
Mér stendur ekki á sama yfir þessu.
truflandi póstur…
jah.. hann er amk allur af vilja gerður, pilturinn & gott að eiga góða að 😉
nú bý ég skyndilega bara ein og það myndi alls enginn meðleigjandi geta komið og boðið fram aðstoð sína ef ég myndi hanga allsber útum gluggann á 5 hæð í pilsalandi
skrýtnari hlutir hafa nú gerst & því veldur þetta mér töluverðum áhyggjum dagsdaglega, alveg satt.
koddu bara til mín, styttra að fara… heyrðu og taktu gjafakortið góða með þér
Ef ég hefði ekki reynt að bjarga þér hefðir þú mátt hafa áhyggjur!
Bíddu bara, fyrst þú ert að kynna hann fyrir andlegum málefnum á Hlyni pottþétt eftir að fara út í Tantra. Þá fyrst verður hættulegt að búa á L82.
Ég á bók sem heitir Tantra fyrir elskendur, konan í bókinni er loðin undir höndunum.
Þess má til gamans geta að ég mætti nágranna mínum framá stigagangi í morgun og hann var alsber!!!