Hinn magnaði Dan Bejar er tóndæmi dagsins. Dan er meðlimur í kanadísku stjörnusveitinni The New Pornographers sem hefur verið tóndæmuð oft áður á þessari síðu. Sömuleiðis er hann í Swan Lake og Hello, Blue Roses.
Sólo sveitina sína kallar hann þó Destroyer og hún er tóndæmi dagsins í dag.
Platan Trouble in Dreams hefur verið að fá góðar viðtökur enda tónar Dans og sérstök röddin afskaplega móðins í dag. Eina sem angrar mig er að hún er keimlík síðustu plötunni, það hefði aðeins mátt fikra sig áfram með formið.
Lagið Dark Leaves From A Thread er klárlega lag dagsins, geðveikt lag.
Destroyer – Dark Leaves From a Thread